Mér fannst vörnin frábær

Jakob: Erum nógu góðir til þess að vinna

06.sep.2015  23:27 nonni@karfan.is

Jakob Örn Sigurðarson sagði íslenska liðið vera nógu gott til að vinna sigur á EuroBasket. Þrátt fyrir erfitt tap í síðustu tveimur leikjum sagði Jakob að menn yrðu að vinna jákvætt úr hlutunum og nota þá til þess að „mótivera“ sig fyrir næsta leik.