Gentile: Ísland á skilið að vera hérna

06.sep.2015  19:23 hordur@karfan.is

Ítalinn og Milano leikmaðurinn Alessandro Gentile reyndist íslenska liðinu erfiður ljár í þúfu í lok leiks í dag. Hann fór hins vegar fögrum orðum um íslenska liðið á blaðamannafundi eftir leik.

 

"Hamingjuóskir til íslenska liðsins. Þeir spiluðu grjótharðan leik og eiga skilið að vera hérna," sagði hann í upphafi fundarins.

 

Gentile benti einnig á að það væri erfitt að verjast gegn liði eins og það íslenska. "50% nýting þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik reyndist okkur sérstaklega erfið og þeir spiluðu mjög grimma vörn."

 

Mynd: Alessandro Gentile til varnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni í leiknum í dag (Skúli Sig)