Sigurganga TCU stöðvuð

27.jan.2011  07:48
 Sigurganga TCU var stöðvuð í nótt þegar liðið mætti New Mexico Lobos á heimavelli en fyrir leikinn hafði TCU unnið síðustu átta leiki sína. Heimavöllur TCU hefur verið sterkt vígi og fyrir leikinn hafði liðið aðeins tapað einum ef 32 síðustu leikjum liðsins. Svo fór að Lobos vann öruggan 54-65 stiga sigur og vann sinn fyrsta leik í Mountain west conference.
 
TCU er sem fyrr á toppi riðilsins með stöðuna 6-1 en Lobos á botninum með stöðuna 1-5.
Helena átti erfitt uppdráttar í leiknum og skoraði einungis níu stig og komu sjö af þessum níu í seinni hálfleik. Jafnframt var hún með 5 fráköst og eina stoðsendingu.

emil@karfan.is