Sigurganga TCU heldur áfram

24.jan.2011  09:46
Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU gerðu góða ferð til Utah á laugardaginn og sigruðu sinn áttunda leik í röð þegar þær mættu liði Utah háskólann. Lokatölur urðu 56 gegn 46 og eru stúlkurnar í TCU nú taplausar í Mountain West deildinni sem er besti árangur liðsins í þeirri deild.
 
Helena spilaði í 37 mínútur og skoraði 12 stig, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
 
Næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn 26. janúar gegn New Mexico á heimavelli TCU.