Úrslit: Hamar straujaði yfir Keflavík

22.jan.2011  16:46
 
Hvergerðingar luku deildarkeppninni í Iceland Express deild kvenna með fullt hús stiga! Toppslagur fór fram í Hveragerði í dag þar sem Hamar straujaði 95-63 yfir Keflavík og luku Hamarskonur því deildarkeppninni með fullt hús stiga eða 28 talsins. Nú tekur við keppni í A og B riðlum og félagsmet Hamars heldur áfram að vaxa og dafna enda Hvergerðingar enn ósigraðir þetta tímabilið.
Hamar 95-63 Keflavík
Fimm leikmenn Hamars skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Þeirra atkvæðamest var Slavica Dimovska með 22 stig og 6 stoðsendingar, næst í röðinni var Jaleesa Butler með 21 stig og 18 fráköst. Hjá Keflavík var Jacquline Adamshick með 23 stig og 13 fráköst.
 
Grindavík 63-73 Snæfell
Monique Martin gerði 36 stig og tók 11 fráköst í liði Snæfells en Crystal Boyd var með 30 stig, 18 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Grindavíkur.