Helena stigahæst í sigri TCU

20.jan.2011  09:51
Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU unnu sinn sjöunda leik í röð í gærkvöldi þegar að BYU mætti til leiks á heimavöll þeirra Daniel-Meyer Coliseum. TCU hefur verið óstöðvandi á heimavelli og unnið 31 af síðustu 32 leikjum sínum þar.
 
 
 Helena leiddi lið sitt í stigaskori en hún gerði 16 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í 54-51 stiga sigri þeirra. Helena átti mikilvægar körfur í byrjun seinni hálfleiks en hún kom t.a.m. TCU í tvígang yfir með góðum þriggjastiga körfum.
 
BYU hafði tök á því að jafna leikinn með þriggjastiga körfu á loka sekúndu leiksins en skotið geigaði og TCU fagnaði sigri.
 
Næsti leikur TCU er gegn Utah á þeirra heimavelli en hann er á laugardaginn og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma.
 
emil@karfan.is