Leikir dagsins: Stjörnuleikur kvenna í Ásgarði

15.jan.2011  09:05
 
Í dag kl. 15:15 fer fram Stjörnuleikur kvenna í Ásgarði í Garðabæ. Frítt verður á leikinn þar sem verður margt um að vera. Þriggja stiga keppni, nýr skotleikur að ógleymdri sjálfri viðureigninni. Þá verður einnig athyglisverð fyrirlestraröð í Ásgarði áður en dagskrá Stjörnuleiksins hefst.
Vefsíðan 210.is mun svo sýna beint frá Stjörnuleiknum í dag og því um að gera að fyrir þá sem ekki komast á leikinn að stilla sig inn á 210.is
 
Það verður einnig nokkuð um að vera á öðrum vígstöðvum í dag þar sem leikið er í neðri deildum og yngri flokkum. Heildaryfirlit yfir leiki dagsins má sjá hér.
 
Mynd/ Úr safni: Leikmönnum leiðist ekki á Stjörnuleikjunum frekar en öðrum.