Sigrar hjá Grikkjum og Rússum í opnunarleikjum EM

07.sep.2009  17:27

EM Póllandi á fullt

Tveimur fyrstu leikjunum á úrslitamóti Evrópkeppni karla í körfuknattleik var við það að ljúka þar sem Grikkir lögðu Makedóníu með nokkrum yfirburðum og Rússar mörðu sigur á Lettum.
Grikkir áttu ekki í nokkrum vandræðum með Makedóníumenn og skelltu þeim 86-54. Grikkir tóku snemma öll völd í leiknum en þeirra atkvæðamestur var Spanoulis með 17 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Alls voru fjórir leikmenn í gríska liðinu sem gerðu 10 stig eða meira í dag. Hjá Makedónum var Massey stigahæstur með 12 stig.
 
Leikur Rússa og Letta var nokkuð jafn en svo fór á endanum að Rússar höfðu betur 81-68. Ekki munaði nema fjórum stigum á liðunum þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka en Rússar reyndust sterkari. Í sigurliðinu var Mc Carty með 24 stig og 9 fráköst en hjá Lettum var Kambala með 22 stig og 4 fráköst.
 
Fleiri leikir eru á dagskrá í dag en á heimasíðunni www.fibaeurope.com má nálgast beinar tölfræðilýsingar frá leikjunum. Karfan.is mun svo gera leikjum dagsins skil síðar í kvöld.