89 árgangur Njarðvíkur tapaði í fyrsta skipti á heimavelli

16.okt.2007  04:59

7:00

{mosimage}

Það gerðust sannarlega stór tíðindi í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær þegar Breiðablik heimsótti Njarðvík í drengjaflokki. Blikar fóru með sigur af hólmi, 53-49 og er þetta í fyrsta skipti sem 89 árgangur Njarðvíkur tapar á heimavelli frá því þeir hófu að leika körfubolta. Í raun er þetta aðeins fjórða tap árgangsins í sögunni.

89 árgangur Njarðvíkur er einn sigursælasti árgangur Íslandssögunnar og hefur unnið Íslandsmeistaratitil í öllum flokkum frá minni bolta 11 ára upp í 11. flokk. 

Fyrirliðið Njarðvíkur öll þessi ár var Rúnar Ingi Erlingsson og merkilegt nokk þá er hann kominn í Blika núna og var lykilmaður þeirra í sigrinum í gær og skoraði 23 stig. 

Hér kemur stigaskor þessa margumtalaða 89 árgangs Njarðvíkur í leiknum í gær: Hjörtur Hrafn Einarsson 20 stig, Friðrik Óskarsson 12, Elías Kristjánsson 7, Ragnar Ólafsson 6, Róbert Tóbíasson 4. 

Hér er hægt að lesa samantekt af árangri flokksins. 

KR og ÍR áttu einnig að leika í drengjaflokki í gær en þar sem forsvarsmenn ÍR skráðu liðið til leiks í drengjaflokki fyrir slysni þá varð ekkert úr leiknum og ÍR er ekki með í drengjaflokki.

Þriðji leikurinn var svo leikur Snæfells og Stjörnunnar en því miður höfum við ekki fengið fréttir af honum.

runar@karfan.is 

Mynd: www.umfn.is/korfubolti