Töp hjá Íslendingaliðunum

14.okt.2007  04:17

6:12

{mosimage}

Helgi Freyr Margeirsson verst Jarrett Howell 

Helgi Freyr Margeirsson og félagar í Randers Cimbria (0-2) heimsóttu silfurhafa síðasta árs, Svendborg í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Eftir jafnan og spennandi leik sigruðu heimamenn 86-73.

Helgi Freyr lék í 25 mínútur en tókst ekki að komast á blað, hitti ekki úr þeim 7skotum sem hann skaut í leiknum. Hann stal þó 3 boltum og gaf 2 stoðsendingar. 

CB Huelva (2-1) átti aldrei möguleika gegn Bruesa GBC á heimavelli á föstudag og tapaði 74-80. Damon Johnson skoraði 4 stig fyirr Huelva og tók 5 fráköst. Pavel Ermolinskij er enn meiddur. 

Farho Gijon (4-0) sigraði CB Tarragona 2016 87-77 á útivelli á föstudag. Logi Gunnarsson lék ekki með vegna meiðsla. 

runar@karfan.is 

Mynd: www.basketligaen.dk