Heimasigrar hjá Keflavík og Grindavík

13.okt.2007  16:19

18:19

{mosimage}

Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik hófst í dag með þremur leikjum. Bæði Keflavík og Grindavík fögnuðu sigri í sínum leikjum á heimavelli.

 

Grindavík skellti Hamri 94-65 og Keflvíkingar áttu ekki í nokkru basli með nýliða Fjölnis í Sláturhúsinu og höfðu þar 88-51 sigur.

 

Jafnræði var með liðunum framan af leik í Grindavík sem og í Keflavík en bæði Suðurnesjaliðin hristu gesti sína rækilega af sér í síðari hálfleik.

 

www.vf.is

{mosimage}