spot_img
HomeFréttirPaxel: Ekkert smeykur við fantana!

Paxel: Ekkert smeykur við fantana!

17:42
{mosimage}

(Páll Axel Vilbergsson er funheitur þessa dagana)

Páll Axel Vilbergsson hefur farið á kostum með Grindavíkurliðinu í fyrstu tveimur umferðum Iceland Express deildarinnar og hefur gert 40 stig að meðaltali í leik. Þá hefur Páll einnig látið vel til sín taka í frákastabaráttunni. Páll gerði 39 stig, tók 15 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í fyrsta leik gegn Stjörnunni sem Grindavík vann eftir framlengingu og í öðrum leiknum gegn Njarðvík skoraði Páll Axel 41 stig og tók 14 fráköst. Honum hefur áður verið líkt við gott rauðvín en nú er það alveg á kristaltæru að kappinn verður bara betri með aldrinum.

Hvað er að gerast? Ertu að fá útborgað í dollurum þessa dagana?

He he he.. Borga bara mín æfingagjöld eins og allir aðrir 🙂

Rosaleg byrjun á mótinu hjá þér, var tekið vel á því í sumar? Já, já ég var nokkuð duglegur í sumar. Flott prógramm hjá landsliðinu í sumar þar sem maður var að æfa og spila á topp leveli, með og á móti topp leikmönnum.

Nú ertu einnig að rífa niður fráköstin, er það þáttur í leiknum sem þú hefur verið að leggja meiri áherslu á? Nei ég get ekki sagt að ég hafi verið að leggja eitthvað meira upp úr því en einhverju öðru, ég mæti bara og legg mig fram og hef gaman af þessu. Það er kannski aðal þátturinn sem ég hef varið að leggja áherslu á, mæta bara klár í verkefnið, leggja sig fram og hafa gaman af þessu.

Ertu ekki smeykur við að nú verði bara fantarnir í öðrum liðum sendir til höfuðs þér? Nei ekkert smeykur við það, ef lið fara að einbeita sér mikið að mér þá ætti að opnast meira fyrir liðsfélaga mína, sem er bara gott mál.  

Tindastóll í næsta leik og bæði lið taplaus. Áttu von á því að þeir leiti mikið af Flake í þeim leik? Já það verður hörkuleikur, þeir hafa byrjað mótið sterkt með tveimur sigrum, sóttu sigur í Hólminn og það er ekkert gert átakalaust og unnu svo góðan heimasigur gegn mjög góðu og vel skóluðu lið FSU að mér skilst. Þeir eru víst vel mannaðir í öllum stöðum með sterka erlenda leikmenn, og jú Flake er einn þeirra sem við þurfum að hafa gætur á í þeim leik enda verið einn besti erlendi leikmaður deildarinnar undanfarin ár.

Grindavík er á toppnum þessa dagana með KR og Tindastól en það eru einu ósigruðu lið deildarinnar og breytist það strax í næstu umferð þegar Grindavík mætir Stólunum hans Kristins Friðrikssonar.

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -