spot_img
HomeFréttirJoakim Noah ekki með Frökkum – er að semja um nýjan samning

Joakim Noah ekki með Frökkum – er að semja um nýjan samning

Fleiri NBA-stjörnur eru að hellast úr lestinni fyrir heimsmeistaramótið í sumar en miðherji Frakka Joakim Noah hefur lýst því yfir að hann spili ekki í sumar. Hann er að jafna sig á meiðslum og er að semja við Chicago á nýjan leik en hann er að klára fjórða árið á nýliða samning sínum. Hann vonast til að nýji samningur verði honum afar hagstæður fjárhagslega og vill því ekki klúðra því.
Hinn 25 ára gamli Noah var heldur ekki með Frökkum í fyrra á EM en hann segist horfa á Ólympíuleikana 2012 í London.
 
Frakkar mæta Bandaríkjamönnum um helgina í Madison Square Garden í New York og Noah myndi vilja vera með félögum sínum en telur það ekki henta núna. ,,Ég skil að það væri ekki rétt að spila með landsliðinu á þessum tímapunkti. Ég er að jafna mig á erfiðum meieðslum og ég vil vera hundrað prósent fyrir næsta tímabil.”
 
 
Mynd: Joakim Noah ætlar að einbeita sér að samningamálum í sumar.
 
Fréttir
- Auglýsing -