(4. júní 2012)

Fullt nafn: Stefán Karel Torfason

 

Aldur: 18 ára

 

Félag: Snæfell

 

Hjúskaparstaða: Einhleypur

 

Nám/Atvinna: Klára íþróttabraut við VMA / vinn við golfskálan í Stykkishólmi

 

Happatala: Hún var 10 en eftir landsliðsferðirnar er hún orðin 4 eða meðaltal af villum sem ég fæ í leik.

 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Ég var 6 ára og það var heima á Akureyri

 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Byrjaði að æfa vegna þess að Óli byrjaði svo mundi segja það væri Óli bróðir.

 

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Ég hef spilað með Þór, KR og núna Snæfell.

 

Hverjir eru bestu leikmennirnir í Iceland Express deildum karla og kvenna? Bestu leikmenn í Express eru Nonni Mæju og Hildur Sigurðardóttir.

 

Bestu erlendu leikmennirnir í Iceland Express deild karla og kvenna? Bestu erlendu leikmenn eru J´Nathan Bullock og Lele Hardy.

 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir: Efnilegasti ungi leikmaður á Íslandi er Maciek Baginski, Njarðvík.

 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Það var Orri Hjaltalín. 

 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Ingi Þór Steinþórsson

 

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Blake Griffin, LA Clippers 

 

Besti leikmaðurinn í NBA í dag? Kevin Durant.

 

Hefur þú farið á NBA leik? Nei, hef ekki verið svo heppinn.

 

Hvert er uppáhalds liðið þitt í Evrópuboltanum? Zargoza

 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Þegar U16 varð Norðurlandameistari.

 

Sárasti ósigurinn? Tapið á móti Finnum í úrslitaleiknum á Norðulandamótinu í ár.

 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Heyrðu, hef mjög gaman af lyftingum og aflraunum.

 

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur í einn dag, hver myndir þú vera? Mundi vilja vera Shaq, held að hans líf sé algjör snild!

 

Hvað er það svaðalegasta sem þú hefur séð í körfuknattleik? Það mun vera eitthvað af Blake Griffin troðslunum, maðurinn er auðvitað bara ruglaður!

Uppáhalds:
Kvikmynd:
Shawshank Redemption
Leikari: Liam Neeson
Leikkona: Heyrðu, veit ekki hver það mun vera
Bók: Mýrin
Frasi: I've failed over and over and over again in my life and that is why I succeed
Matur: Kjötsúpan hennar mömmu
Matsölustaður: Greifinn á Akureyri
Lag: Just breathe með Pearl Jam
Hljómsveit: Pearl Jam
Staður á Íslandi: Heima er alltaf best
Staður erlendis: Hef nú ekki ferðast til margra landa svo ég verð að segja Svíþjóð
Lið í NBA: LA Clippers
Lið í enska boltanum: Liverpool
Hátíðardagur: 24 desesember, jólin
Alþingismaður: Hef svo lítinn áhuga á Alþingismálum að ég á engan uppáhalds alþingismann eða konu
Heimasíður: Facebook/nba/karfan.is

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Ég er í raun ekki með neina rútínu, verð í raun bara tilbúinn þegar 10 mín eru í leik, þá fer allt í gang í líkamanum og maður er til í þau átök sem eru framundan.

 

Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? Borða mikið af ávöxtum einsog banana og vínber rétt fyrir leik.

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Ég held að maður læri mun meira á tapleikjum heldur en sigurleikjum. Í tapleikjum sér maður miklu frekar hvar maður gerði mistök og hvernig maður á að laga þau.

Furðulegasti liðsfélaginn? Ég hef nú ekki enn spilað með þessum manni en er að fara gera það, en á þessum stutta tíma sem ég hef þekkt hann hefur hann gert svo mikið af stór furðulegum hlutum, en það mun vera Hafþór Gunnarsson, hann er svo einstaklega furðulegur.

 

Besti dómarinn í úrvalsdeildinni? Davíð Kr. Hreiðarsson.

 

Erfiðasti andstæðingurinn? Erfiðasti andstæðingurinn er Maciek Baginski í drengjaflokki, sama hversu oft sem ég spila á móti þessum manni finn ég aldrei réttu leiðina til að dekka hann. Hann getur gert svo mikið inn á vellinum, ekki bara skotið heldur getur hann póstað upp eða tekið sterkt drive á körfuna. Maðurinn er Freak!!!

Þín ráð til ungra leikmanna: Ungir leikmenn þótt þið eigið 1-2 mjög erfið timabil þar sem þið spilið lítið eða liðinu gengur illa, haldið áfram að æfa á fullu og ekki missa trú á ykkur sjálfum. Þið munið bæta ykkur og munið… maður lærir miklu meira af mistökum heldur en sigrum!

 

Spurningu frá Salbjörgu Sævarsdóttur sem var síðast í 1 á 1:
Veistu hvað búa margir á Borðeyri?
Heyrðu það búa held ég 25 manns þar ef ég Googlaði þetta rétt. 

 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Veistu hvað það eru margar eyjur hér við Stykkishólm?