(Dagbjört Dögg, ágúst 2017)


Fullt nafn: Dagbjört Dögg Karlsdóttir
Aldur: 18
Félag: Valur
Hjúskaparstaða: Á lausu
Nám/atvinna: 1 ár eftir í Verzló
Happatala: 9 en það reyndar gaman að segja frá því að ég hef aðeins spilað í þremur númerum sem eru 7, 9 og 13.


Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta og hvar? Ég byrjaði 9 eða 10 ára með Kormáki.


Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Ætli það hafi ekki verið systir mín þegar hún æfði á sínum tíma.


Með hvaða félögum hefur þú spilað? Kormáki, KR og Val.


Bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deildum kk og kvk? Jón Arnór Stefáns og Helena Sverris.


Bestu erlendu leikmennirnir í Domino´s-deildum kk og kvk? Amin Stevens og Mia Lloyd.


Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Þórir Guðmundur og Þóra Kristín.


Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Oddur Sigurðarson.


Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Finnur Jónsson (frá Borganesi) og Finnur Freyr Stefánsson finnst mér hafa staðið sig mjög vel.


Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? LeBron James.


Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Mér fannst Kevin Durant sturlaður núna síðast í playoffs.


Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei, en það er klárlega á dagskrá fljótlega.


Hvert er þitt uppáhaldslið í Evrópukörfunni? Fylgist ekki með Evrópukörfunni.


Sætasti sigurinn á ferlinum? Evrópumeistara í Andorra árið 2015 með U16.


Sárasti ósigurinn? Að komast ekki áfram í bikarnum á móti Snæfell núna síðast, töpuðum með 2 stigum með flautukörfu.


Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti.


Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Hef eiginlega bara ekki hugmynd. Ætli það væri ekki einhvert körfubolta legend.


Hvað er það „svaðalegasta“ sem þú hefur séð í körfuboltaleik? Þegar Stefan Bonneau tróð allay-oop sendingu frá Loga Gunnarsyni í úrslitaleiknum á móti KR árið 2015 var eitt af því svaðlegasta sem ég hef séð í leik.


Uppáhalds:
Kvikmynd: Coach Carter
Leikari: Kevin Hart
Leikkona: Jennifer Aniston
Bók: Skaraðu fram úr
Frasi: Training hurts but sitting on the bench hurts more
Matur: Sushi
Matsölustaður: Gló og Fridays
Lag: Wild Thoughts
Hljómsveit: Jón Jónsson
Staður á Íslandi: Valshöllin
NBA lið: Hef alltaf haldið með Lakers þótt svo þeir séu ekki búnir að vera standa sig nógu vel
Hátíðardagur: Aðfangadagur
Heimasíður: karfan.is


Kók eða Pepsi? Hvorugt
Samsung eða iPhone? iphone
Jordan eða LeBron? LeBron
Icelandair eða Wowair? Icelandair
Flórída eða Alicante? Flórída


Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik? Borða vel, legg mig í aðeins ef ég hef tíma, set mér markmið um hvað ég ætla að gera í leiknum og fer hugarfarslega yfir það.


Hver er síðasta máltíðin fyrir leik? Svo sem ekkert heilagt hvað ég borða fyrir leik, bara eitthvað létt, hollt og gott.


Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Ætli það sé ekki hægt að læra eitthvað af báðu en maður ætti að temja sér að vinna frekar.


Furðulegasti liðsfélaginn? Elín Sóley og Þóranna Kika fá þann heiður.


Besti dómarinn í Domino´s-deildinn? Sigmundur Herbertsson.


Erfiðasti andstæðingurinn? Aaryn Ellenberg.


Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa meira en allir hinir og hafa markmiðin sín á hreinu.


Spurning frá Benedikt Blöndal sem var síðast í 1 á 1: Hver er besta sundlaug landsins? Salalaugin.


Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1? Hverjir verða Íslandsmeistarar hjá kk og kvk næsta tímabil?