Fullt nafn:
Bryndís Hanna Hreinsdóttir

Aldur: 26 ára gömul

Félag: Stjarnan

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Nám/atvinna: Ég er að læra Ms. Í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og er íþróttakennari í leikskóla.

Happatala: 8

______________________________________________________________________________________________
Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta og hvar? Ég var 10 ára gömul og æfði með Herði á Patreksfirði.

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Ætli það sé ekki gamli þjálfarinn minn Binni, (Brynjar Þór Þorsteinsson).

Með hvaða félögum hefur þú spilað? Herði, Haukum og Stjörnunni.

Bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deildum kk og kvk? Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Jón Arnór Stefánsson.

Bestu erlendu leikmennirnir í Domino´s-deildum kk og kvk? Dani Rodriguez og Amin Stevens.

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Emilía Ósk Gunnarsdóttir Kef.

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Brynjar Þór Þorsteinsson.

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Finnur sem allt vinnur

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Stephen Curry

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Lebron James

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Já, ég fór á Boston Celtics vs. Houston Rockets 2008. Svo hef ég líka farið á einn WNBA leik.

Hvert er þitt uppáhaldslið í Evrópukörfunni? Því miður þá fylgist ég ekki nægilega mikið með honum til þess að eiga uppáhaldslið.

Sætasti sigurinn á ferlinum? Ætli það sé ekki þegar Stjarnan komst upp í úrvaldsdeild 2015 í oddaleik gegn Njarðvík.

Sárasti ósigurinn? Þegar við töpuðum á móti Hamri í oddaleik 2014.

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Golf.

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Úúú erfitt….Adele eða einhver fræg söngkona og halda risa tónleika því mér hefur alltaf langað til þess að geta sungið en gjörsamlega laglaus sjálf. Eða einhver heimsfrægur kokkur eins og Gordon Ramsay og fara út að borða á besta veitingastað í heimi vera með leyfi til þess og “drulla” yfir matinn :)

Hvað er það „svaðalegasta“ sem þú hefur séð í körfuboltaleik?

Það er mjög margt, en núna sem kemur upp er það þegar Kara smellti  buzzer ofaní sitjandi á gólfinu eftir að hafa rifið niður frákast :)

__________________________________________________________________________________________________________

Uppáhalds:

Kvikmynd: The blind side

Leikari: Hugh Grant og Emma Watson.

Leikkona: Kate Hudsson

Bók: The boy in the striped pyjamas. Annars les ég mest skólabækur og matreiðslubækur.

Frasi: Jeminn eini….

Matur: Humarsúpan hennar mömmu og Sushi.

Matsölustaður: Ég er frekar mikill matgæðingur og elska að fara út að borða, held að það sé Sjávargrillið og Fiskfélagið um þessar mundir. 

Lag: Núna er það I feel it coming með Weeknd

Hljómsveit: Engin ein uppáhalds er alæta á tónlist :)

Staður á Íslandi: Bíldudalur

NBA lið: Boston Celtics

Hátíðardagur: Jólin

Heimasíður: karfan.is að sjálfsögðu.

_______________________________________________________________________________________

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik? Ég reyni að vera virk á leikdegi, tek síðan ákveðna rútínu sem er blanda af hugarþjálfun og slökun. Nærist vel og drekk mikinn vökva.

Hver er síðasta máltíðin fyrir leik? Ekkert eitt heilast, reyni að borða eina stóra máltíð nokkrum tímum fyrir leik og svo fæ ég mér ákvexti og eitthvað létt þegar það styttist í leik.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?  Auðvitað má læra af bæði en mér persónulega finnst ég læra meira af tapleikjum.

Furðulegasti liðsfélaginn? Jónína Þórdís.

Besti dómarinn í Domino´s-deildinn: Jón Guðmundsson

Erfiðasti andstæðingurinn? Ég sjálf.

Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa vel, grípa tækifæri sem bjóðast og njóta þess að vera í íþróttinni.

_______________________________________________________________________________________

Spurning frá Þóri Guðmundi Þorbjarnarsyni sem var síðast í 1 á 1: Besti brandari sem þú hefur sagt?

Þegar Rögnu Margréti vantaði föt og ég bauð henni að fá lánað hjá mér….hún hló allavega.

 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?

Hvort myndiru vilja vera með stanslausan hiksta alltaf eða þurfa alltaf að hnerra en geta það ekki ?