spot_img
HomeFréttirHáskólaboltinn: Ekkert bítur á St Francis hundana

Háskólaboltinn: Ekkert bítur á St Francis hundana

 Eftir nokkuð gott gengi í síðustu leikjum hjá LIU Brooklyn lendu þeir á vegg þegar þeir mættu liði Mt. St Marys í gær. 65:82 endaði leikurinn sem leikinn var á heimavelli St Marys í Maryland.  Elvar og Martin settu báðir 11 stigin fyrir sitt lið og ofaní það tók Martin 5 fráköst og sendi 2 stoðsendingar.  
 
Það er lítið sem bítur á lið St Francis Brooklyn þessa dagana. Þeir virðast varla getað tapað leik og í nótt voru það Fairleigh Dickinson háskólinn sem varð fyrir barðinu á “Hundunum” úr Brooklyn.  70:54 varð lokastaða leiksins en leikið var á heimavelli St Francis.  Gunnar Ólafsson spilaði 3 mínútur  en kom sér ekki á blað að þessu sinni. 
 
 LIð Furman tapaði fyrir herskólanum Citadel í nótt, 62:56. Hvorki gengur né rekur hjá liði Furman þessa dagana og Kristó Acox sem hefur verið að spila vel upp á síðkastið átti líkast til leik sem hann vil gleyma sem fyrst. 0 stig á 37 mínútum en hinsvegar 9 fráköst og tvo stolna bolta. 
Fréttir
- Auglýsing -