Toppslagur að Hlíðarenda!

Verða Haukar deildarmeistarar í kvöld?

13.mar.2018  12:54 nonni@karfan.is

Topplið Hauka mætir að Hlíðarenda í Domino´s-deild kvenna í kvöld og mætir Val í leik sem getur farið ansi langt með að skýra örlög deildarmeistaratitilsins. Haukar eru á toppi deildarinnar með 38 stig en Valur í 2. sæti með 34 stig og þeim dugir fátt annað en sigur til að halda Haukum nærri sér fyrir lokasprettinn.


Með stigum kvöldsins eru eru alls 8 stig eftir í pottinum fyrir Hauka og Val og fjórum stigum munar á liðunum. Haukar hafa 2-1 stöðu gegn Val í innbyrðisviðureignum og mæta Breiðablik, Keflavík og Skallagrím í síðustu þremur leikjum deildarinnar. Valur að sama skapi leikur sína síðustu þrjá leiki gegn Njarðvík, Snæfell og Stjörnunni.


Ef Haukar vinna í kvöld ná þær hafnfirsku 6 stiga forskoti á Val og með betri innbyrðisstöðu, þá verða aðeins 6 stig eftir í pottinum fyrir Val til að jafna Hauka sem dugir þeim ekki og því geta Haukar með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn!


Þá eru einnig sjö leikir í drengjaflokki og einn leikur í 7. flokki stúlkna í kvöld en alla leiki dagsins má sjá hér.


Staðan í Domino´s-deild kvenna

Nr. Lið L U T S Stig/Fen +/- Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Haukar 24 19 5 38 1929/1685 244 80.4/70.2 11/1 8/4 81.7/67.3 79.1/73.1 5/0 10/0 +13 +7 +6 4/2
2. Valur 24 17 7 34 1915/1716 199 79.8/71.5 11/1 6/6 82.3/66.8 77.3/76.2 3/2 6/4 -1 +7 -2 4/1
3. Keflavík 24 16 8 32 1957/1808 149 81.5/75.3 10/2 6/6 88.7/77.8 74.4/72.8 3/2 7/3 +1 +5 -3 0/3
4. Stjarnan 24 13 11 26 1758/1688 70 73.3/70.3 8/4 5/7 72.0/66.7 74.5/74.0 2/3 5/5 +2 +1 +1 2/3
5. Skallagrímur 24 12 12 24 1812/1828 -16 75.5/76.2 6/6 6/6 76.3/76.3 74.7/76.0 4/1 6/4 +3 +2 +2 1/3
6. Breiðablik 24 10 14 20 1657/1771 -114 69.0/73.8 7/5 3/9 71.5/72.0 66.6/75.6 2/3 2/8 -2 -1 -1 5/1
7. Snæfell 24 9 15 18 1728/1806 -78 72.0/75.3 2/10 7/5 67.1/74.3 76.9/76.2 1/4 4/6 -3 -2 -2 2/3
8. Njarðvík 24 0 24 0 1501/1955 -454 62.5/81.5 0/12 0/12 65.0/82.2 60.1/80.8 0/5 0/10 -24 -12 -12 0/2