Háskólaboltinn:

Elvar í úrvalslið síns landshluta

12.mar.2018  17:36 Oli@karfan.is

Barry komnir í Sweet 16

Elvar Már Friðriksson leikur nú á sínu síðasta ári með Barry háskólanum í annari deild háskólaboltans í Bandaríkjunum. Á dögunum hlaut hann mikla viðurkenningu þegar hann var valin í úrvalslið suðurhluta bandríkjanna í deildinni. 

 

Þetta er í annað sinn sem hann fær þessa viðurkenningu en hann var einnig valinn besti leikmaður Sólskinsdeildarinnar í Flórída á síðasta tímabili. Elvar er með 19,5 stig, 7,4 stoðsendingar, þrjú frákost og 1,5 stolin bolta að meðaltali í leik. Auk þess skýtur hann 49,4% utan af velli og þar af 41,1% í þriggja stiga skotum. 

 

Auk þess hefur Elvar skorað tveggja stafa tölu í 23 af 26 leikum sínum á tímabilinu. Þá er hann með fimm þrefaldar tvennur á tímabilinu og skoraði mest 43 stig í leik gegn Tampa fyrr á tímabilinu. Elvar er fimmti stoðsendingahæsti leikmaður 2. deildar háskólaboltans. 

 

Barry tryggði sig einmitt áfram í úrslitakeppni deildarinnar í gær og er komið í 16. liða úrslit. Þar mætir liðið Eckerd á morgun (þriðjudag).