Keflavík sigraði Njarðvík með 74 stigum gegn 63 í úrslitum Maltbikarkeppninnar. Leikurinn var sá 23. sem þær leika í úrslitum keppninnar og er þetta í 15 skipti sem þær vinna titilinn, en fyrsti úrslitaleikur þeirra var árið 1987.
Keflavík náði forystunni strax með fyrstu körfunni og má segja að liðið hafi aldrei litið til baka eftir það. Munurinn varð þó ekki meiri en átta stig í fyrri hálfleik en Njarðvík var alltaf rétt á eftir Keflavík. Eftir flottan endi Njarðvíkur á fyrri hálfleik var staðan jöfn 35-35 í hálfleik.
Keflavík gaf aftur tóninn strax í upphafi með því að ná fimm stiga forystu sem Njarðvík virtist ekki geta étið almennilega upp. Risakörfur frá Emblu Kristínardóttur og Brittanny Dinkins í fjórða leikhluta gerðu svo útaf við leikinn. Lokastaðan 74-63 í þessum stórfína leik og Keflavík lyfti bikarnum annað árið í röð.
Eins og venjulega voru netverjar virkir yfir leiknum og eftir hann. Hér að neðan má sjá bestu tístin eftir leik:
Hamingjuóskir á Tindastólsmenn og Króksara alla. Verðskuldað hjá metnaðarfullu félagi. Sömuleiðis hamingjuóskir til Keflavíkur. Saga kvennaliðsins ansi mögnuð. Njarðvíkur stelpur mjög öflugar líka þrátt fyrir tap #korfubolti #maltbikar
— Einar Árni (@JohannssonEinar) January 13, 2018
Formaður og varaformaður láta hendur standa framúr ermum. #respect #kki #korfubolti pic.twitter.com/Jy4IZrZGFb
— Gummi Steinars (@gummisteinars) January 13, 2018
Til hamingju Keflavík... #verðskuldað #Maltbikarinn #korfubolti
— Jón H. Hafsteinsson (@johnnyhawk69) January 13, 2018
Ekki hélduð þið að Njarðvík myndi skemma Þorrablót Keflavíkur 2018?!? 🤣🤣🤣🍾🍾🍾 #sinnep #korfubolti
— Saevar Saevarsson (@SaevarS) January 13, 2018
Held að ég sé að reikna rétt þegar ég segi að það er aðeins ein stelpa sem er ekki af Suðurnesjum í þessum liðum. Fyrir utan erlenda leikmenn auðvitað. #Færibandið #maltbikarinn #korfubolti
— Lovísa (@LovisaFals) January 13, 2018
Þetta headfake hjá Dinkins. 😲 #korfubolti #maltbikarinn pic.twitter.com/kJ0Ryr8plp
— Hörður Tulinius (@HordurTulinius) January 13, 2018
Þetta Keflavíkurlið er svo magnað og þvílíkur leikmaður sem @ingunnemblakr er. #realmvp
— Gísli Árni Gíslason (@GisliArni) January 13, 2018
Kebblæk! #maltbikarinn
— Árni Jóhannsson (@arnijo) January 13, 2018
Vel gert kefgirlz! #Bikarmeistarar @KeflavikKarfa
— Jón Norðdal (@JnNordal) January 13, 2018
Keflavíkurstúlkur on point as usual 🔥 Mitt uppáhalds lið allra tíma!
— Ásta Dagmar (@astadagmar) January 13, 2018
Mfl. karla hjá Nja mættu á kvennaleikinn og sátu fremst í stúkunni. Sá ekki einn úr mfl. Kef mættann, slappt. #maltbikarinn #körfubolti
— Helgi Hrafn Ólafsson (@helgihelgi) January 13, 2018
Kormákur eignaðist tvö bikarmeistara í dag! Til hamingju @nesimasson og Salbjörg! Til hamingju allir hinir líka. Rosalegir leikir
— Þorgrímur Björnsson (@toggzen) January 13, 2018
Congratulations to Klefavic and his coach Sverrir Þór Sverrisson Champion Icelandic Cup 2018 also congratulations to Njarovik and his coaches for the great basketball they play.
— Richi Glez Dávila (@RichiGlezDavila) January 13, 2018
Congratulations also to @kkikarfa Federation for the perfect organization of this amazing competition.