Úrslit kvöldsins:

Haukar færast nær toppi deildarinnar

13.des.2017  20:45 davideldur@karfan.is

 

Heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Að Hlíðarenda sigraði topplið Vals Snæfell og heldur þar með í efsta sætið. Liðið í öðru sæti, Keflavík, tapaði sínum leik gegn Haukum, en þá eru liðin jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar. Í Kópavogi sigraði Breiðablik botnlið Njarðvíkur og í Borgarnesi töpuðu heimastúlkur í Skallagrím fyrir Stjörnunni.

 

Aðeins ein umferð er eftir fyrir áramót, en hún er komandi helgi.

 

Staðan í deildinni