EuroBasket:

Landsliðið komið til Slóvakíu

14.nóv.2017  20:57 davideldur@karfan.is

Leikur á morgun gegn Slóvakíu

 

Íslenska landsliðið er komið til Ruzomberok í Slóvakíu þar sem að á morgun leika þær sinn annan leik í undankeppni EuroBasket, en þeim fyrsta töpuðu þær fyrir Svartfjallalandi í Laugardalshöllinni síðasta laugardag.

 

Fyrr í dag tilkynntu þjálfarar liðsins hvaða 12 leikmenn það væru sem verða í liðinu á morgun, en þar eru tvær breytingar frá hópi síðustu helgi þar sem að Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir koma inn í stað Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur og Ragnheiðar Benónísdóttur.

 

Leikurinn á morgun hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu RÚV2.

 

 

Mynd / KKÍ - Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur í 17 tíma löngu ferðalagi liðsins

 

Færsla KKÍ frá Slóvakíu: