Euroasket 2017:

Hvaða leikmenn spiluðu mest í Rússlandi?

13.ágú.2017  14:15 davideldur@karfan.is

 

Ísland lauk í morgun þáttöku sinni á sterku fjögurra liða æfingamóti í Kazan í Rússlandi. Á mótinu tapaði liðið tveimur leikjum, gegn Þýskalandi og Rússlandi, en sigraði Ungverjaland. Fyrir mótið hafði hópur liðsins verið skorinn niður í 15 leikmenn.

 

Af 15 manna hópinum sem eftir var fyrir mótið fóru aðeins 14 út, þar sem Axel Kárason varð eftir heima, en gert er ráð fyrir að hann verði með liðinu í komandi æfingaleikjum gegn Ungverjalandi þann 19. og 20. næstkomandi.

 

Þá var Jón Arnór Stefánsson einnig fjarri góðu gamni úti í Rússlandi sökum meiðsla, en ekkert hefur verið gefið út með hvort hann verði með í næstu æfingaleikjum liðsins.

 

Hvernig lokhópur íslenska liðsins verður að lokum er spurning sem mikið er rædd þessa dagana. Mögulega er eitthvað hægt að lesa svarið við henni út úr þeim mínútum sem leikmennirnir spiluðu úti í Rússlandi.

 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hversu margar mínútur hver leikmaður var að spila að meðaltali í leik og í hvað mörg skipti hann var í byrjunarliðinu.

 

 

#1: Martin Hermannsson - 30:54 í leik (Byrjaði 3 leiki)

#2: Haukur Helgi Pálsson - 34:50 í leik (Byrjaði 2 leiki/Lék aðeins 2 leiki)

#3: Hörður Axel Vilhjálmsson - 26:02 í leik (Byrjaði 3 leiki)

#4: Hlynur Bæringsson - 22:52 í leik (Byrjaði 3 leiki)

#5: Pavel Ermolinskij - 18:08 í leik (Byrjaði 1 leik)

#6: Tryggvi Snær Hlinason - 16:46 í leik

#7: Ægir Þór Steinarsson - 15:54 í leik 

#8: Kristófer Acox - 15:01 í leik (Byrjaði 1 leik)

#9: Logi Gunnarsson - 13:40 í leik

#10: Elvar Friðriksson - 11:53 í leik (Byrjaði 2 leiki)

#11: Brynjar Þór Björnsson - 4:07 í leik

#12: Arnar Björnsson - 3:00 í leik

#13: Ólafur Ólafsson - 1:56 í leik (Lék aðeins 2 leiki)