1. deild karla:

Viktor áfram með Snæfelli

12.ágú.2017  20:47 davideldur@karfan.is

 

Bakvörðurinn Viktor Marínó Alexanderson mun leika með Snæfelli í 1. deildinni á komandi tímabili. Viktor skoraði 9 stig að meðaltali í leik með liðinu sem að féll niður úr Dominos deildinni síðastliðið vor. Sökum náms í Reykjavík mun leikmaðurinn þó skipta yfir og æfa með Stjörnunni á næsta tímabili, en spila sína leiki fyrir Snæfell.