Dominos deild karla:

Marques og Hreiðar í Þór Akureyri

12.ágú.2017  19:04 davideldur@karfan.is

 

Úrvlsdeildarfélag Þórs á Akureyri hefur samið við Hreiðar Bjarka Vilhjálmsson og erlenda leikmanninn Marques Oliver um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Dominos deild karla. Hreiðar er 22 ára bakvörður sem hefur spilað allan sinn feril með Fjölni. Samkvæmt þjálfara liðsins, bróðir hans, Hjalta Vilhjálmssyni, er Hreiðar mikill íþróttamaður og bindur hann vonir við að hann springi út í vetur í rauðu og hvítu.

 

Marques spilar sem stór leikmaður, en getur þó einnig verið fyrir utan teiginn. Spilaði hann seinni hluta síðasta tímabils með Fjölni í fyrstu deildinni, en áður hafði hann bæði leikið í efstu deildum Kanada og Þýsklands. Samkvæmt þjálfaranum, Hjalta, er Marques mikill íþróttamaður, sterkur varnrmaður, mikill liðsmaður og drengur góður.

 

Frétttilkynning Þórs