U20:

Tryggvi í úrvalsliði Evrópumótsins

23.júl.2017  20:37 davideldur@karfan.is

 

Rétt í þessu var miðherjinn Tryggvi Snær Hlinasson valinn í fimm manna úrvalslið Evrópumóts undir 20 ára karla. Tryggvi var frábær á mótinu, skilaði 16 stigum, 12 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 vörðum skotum að meðaltali í þeim 8 leikjum sem liðið spilaði, en Ísland endaði í 8. sæti mótsins.

 

Tryggvi leiddi alla leikmenn mótsins í framlagi með 26 framlagsstigum að meðaltali í leik, þá var hann þriðji í fráköstum, efstur í vörðum skotum og sá sjöundi stigahæsti.

 

Besti leikmaður mótsins var valinn Vasilis Charalampopoulos úr röðum nýkrýndra evrópumeistara grikkja.