U20:

Thelma Dís leiddi lið Íslands í helstu tölfræðiþáttum

16.júl.2017  20:07 davideldur@karfan.is

9. framlagshæsti leikmaður mótsins

 

Ísland lauk keppni í Eilat í Ísrael fyrr í dag í 11. sæti B deildar 20 ára og yngri Evrópumóts þessa árs. Í fyrsta skiptið sem að Ísland sendir lið í mótið, en spennandi verður að sjá hvernig þeim mun ganga á þessum nýja vettvangi á komandi árum.

 

Eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum í mótinu tókst þeim loks að ná í góðan sigur í síðasta leik í dag gegn Írlandi í hreinum úrslitaleik um 11. sæti mótsins.

 

Þegar litið er yfir tölfræði liðsins á mótinu kemur í ljós að Thelmu Dís Ágústsdóttir tókst að leiða liðið í öllum helstu þáttum. Á 32 mínútum spiluðum í leik skoraði hún 9 stig, tók 8 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 2 boltum. Þetta gaf henni 14 framlagsstig að meðaltali í leik, en miðað alla aðra leikmenn á mótinu var hún því 9. framlagshæst.

 

Leiðtogar í helstu tölfræðiþáttum.

 

Framlag:

Thelma Dís Ágústsdóttir - 13.9

Linda Róbertsdóttir - 7.7

Emelía Ósk Gunnarsdóttir - 6.9

 

Stig:

Thelma Dís Ágústsdóttir - 9.0

Emelía Ósk Gunnarsdóttir - 8.1

Þóra Kristín Jónsdóttir - 5.7

 

Fráköst:

Thelma Dís Ágústsdóttir - 8.3

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - 4.4

Linda Róbertsdóttir - 4.1

 

Stoðsendingar:

Thelma Dís Ágústsdóttir - 3.1

Emelía Ósk Gunnarsdóttir - 2.7

Þóra Kristín Jónsdóttir

 

 

 

 

Frekar má lesa um tölfræðina og mótið hér

 

Mynd / FIBA - Frá leik Íslands og Tékklands