Líf og fjör í Körfuboltabúðum Gatorade

09.jún.2016  22:38 Oli@karfan.is

120 ungmenni skráð

Gatorate körfuboltabúðir í Valshöllinni að Hlíðarenda fóru fram í vikunni, frá mánudeginum 6. júní til fimmtudagsins 9. júní.

 

 

Þátttakendur voru áhugasamir körfuboltastrákar og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára.

ÞessI ungmenni nutu handleiðslu færa þjálfara sem þjálfa í búðunum.

 

Í kvöld lauk búðunum með pompi og prakt. Haukur Helgi Pálsson og Guðbjörg Sverrisdóttir litu við og endaði fjörið á uppskeruhátíð þar sem "mikilvægustu leikmenn" búðanna voru valin. Í ár voru það Elvar, Magnús og Eygló sem voru valin eftir frábæra daga.

 

 

Þjálfarar voru Oddur Benediktsson, Kristjana Jónsdóttir, Martin Hermannsson og David Prachett svo einhverjir séu nefndir. Að ónefndum Ágústi Björgvinssyni yfirþjálfara og umsjónarmanni sem séð hefur um körfuboltabúðirnar síðustu ár.

 

Í ár voru 120 krakkar skráðir sem verður að teljast frábært. Umtalað var að liðsandinn hafi verið gríðarlegur þrátt fyrir að þáttakendur hafi komið úr öllum áttum.

 

Eins og gefur að skilja er keppnisskapið alltaf til staðar en þó í heilbrigðu magni. Körfuboltabúðirnar hafa skipað sér sess í sumarstarfi körfuboltaiðkanda og nær vonandi að halda sínu striki á næstu árum. 

 

Karfan.is leit við og tók nokkrar myndir auk þess sem snappið var við virkt: Karfan.is. Þar sem stemmningin næst vel á mynd.

 

Myndir / Elín Lára Reynisdóttir