Domino's deild karla - 8 liða úrslit

Lykilmaður þriðja leiks Stjörnunnar og Njarðvíkur: Ólafur Helgi Jónsson

25.mar.2016  16:00 hordur@karfan.is

Karfan.is hefur valið Ólaf Helga Jónsson sem Lykilmann þriðja leiks Stjörnunnar og Njarðvíkur í 8 liða úrslitum Domino's deildar karla. Njarðvík vann sterkan liðssigur á Stjörnunni í þriðja leik liðanna og því erfitt að velja einhvern einn sem skaraði fram úr. Að mati Karfan.is er það Ólafur Helgi sem spilaði frábæra vörn á Al'lonzo Coleman, leikmann Stjörnunnar. Ólafur hélt Coleman í "aðeins" 15 stigum og 8 fráköstum en áhrifin sjást best á framlagi hans. Coleman sem er alltaf með í kringum 25-30 framlagsstig lauk leik með aðeins 16.