Domino's deild karla - 8 liða úrslit

Lykilmaður þriðja leiks Hauka og Þórs: Emil Barja

25.mar.2016  15:00 hordur@karfan.is

Karfan.is hefur valið Emil Barja sem Lykilmann þriðja leiks Hauka og Þórs í 8 liða úrslitum Domino's deildar karla. Haukar komust í gær 2-1 yfir í seríunni við Þór Þorlákshöfn með sterkum sigri á heimavelli. Emil Barja var með 8 stig, 10 fráköst, 5 stoðsendingarog fiskaði 5 villur en þessi frammistaða skilaði honum 19 framlagsstigum. Emil spilaði hörkuvörn ásamt Hjálmari Stefánssyni á Vance Hall, leikmann Þórs Þorlákshafnar, og héldu þeir honum í 18 stigum og þreyttu mjög.