Lykilmaður annars leiks Stjörnunnar og Njarðvíkur: Al´lonzo Coleman

21.mar.2016  21:56 nonni@karfan.is

Skjótt skipast veður í lofti, í fyrsta leik var hann skúrkurinn fyrir að brenna af vítum sem hefðu komið Stjörnunni í framlengingu en í kvöld er hann Lykilmaður leiksins! Al´lonzo Coleman gerði 24 stig, tók 13 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 4 boltum þegar Stjarnan jafnaði 1-1 gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld. 


Liðin mætast í Ásgarði í sínum þriðja leik þann 24. mars næstkomandi.