Friðrik Ingi:

Fárið í kringum Bonneau truflar okkur lítið

21.mar.2016  23:21 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga sagði sitt lið hafa leikið ágætlega en að eitthvað hafi gerst þegar hann taldi sitt lið hafa tök á leiknum sem varð til þess að Stjörnumenn tóku yfir og sigruðu að lokum.  Friðrik Ingi sagði við þeirri spurningu um hvort Stefan Bonneau og það fár sem fylgir honum sé að trufla liðið, að svo væri ekki.