Domino's deild kvenna

Úrslit: Haukar sigra Keflavík

13.mar.2016  21:06 hordur@karfan.is

Þór Akureyri sigraði Fjölni

Einn leikur fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld en það voru Haukar sem fóru með sigur af hólmi gegn Keflavík í TM höllinni í kvöld. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka með 16 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Keflavík var Monica Wright stigahæst með 17 stig og 6 fráköst. 

 

Í 1. deild kvenna heimsóttu Fjölniskonur Þór Akureyri og lyktaði þeim leik með sigri heimakvenna í Þór 73-56. Fanney Lind Thomas leiddi Þór með 11 stig og 7 fráköst en Rósa Björk Pétursdóttir leiddi Fjölni með 20 stig og 6 fráköst. 

 

Keflavík-Haukar 54-67 (12-15, 15-21, 15-15, 12-16)
Keflavík: Monica Wright 17/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/9 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Melissa Zornig 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Elfa Falsdottir 4, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 3/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.
Haukar: Helena Sverrisdóttir 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 13/9 fráköst/5 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/9 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 4, Þóra Kristín Jónsdóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2, Hanna Þráinsdóttir 2, Magdalena Gísladóttir 0, Shanna Dacanay 0.

 

Þór Ak.-Fjölnir 73-56 (20-13, 16-12, 17-16, 20-15)
Þór Ak.: Fanney Lind G. Thomas 11/7 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 11/9 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10/5 fráköst, Thelma Hrund Tryggvadóttir 9/6 stoðsendingar, Hrefna Ottósdóttir 8, Heiða Hlín Björnsdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 5/5 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/6 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 3, Gréta Rún Árnadóttir 2, Giulia Bertolazzi 2/6 fráköst.
Fjölnir: Rósa Björk Pétursdóttir 20/6 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 16/4 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5/5 fráköst, Margrét Eiríksdóttir 5/5 fráköst, Thelma Rut Sigurðardóttir 5/7 fráköst, Elísa Birgisdóttir 3, Friðmey Rut Ingadóttir 2/4 fráköst, Erna María Sveinsdóttir 0/5 fráköst.

 

Mynd: Pálína Gunnlaugsdóttir átti góðan leik fyrir Hauka með 13 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. (SbS)