Gurley í banni í kvöld

10.mar.2016  09:03 nonni@karfan.is

Anthony Isaiah Gurley hlaut í gær eins leiks bann hjá aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands. Bannið fékk Gurley vegna háttsemi sinnar í viðureign Tindastóls og KR í Domino´s-deild karla.


Gurley sló til Helga Magnússonar leikmanns KR eftir að Helgi hafði sett á hann ólöglega hindrun. Gurley verður því ekki með í kvöld þegar Tindastóll heimsækir FSu á Selfossi. 

Aga- og úrskurðarnefnd lauk sér ekki af fyrr en hún hafði einnig smellt eins leiks banni á Darra Frey Atlason þjálfara meistaraflokks KR kvenna og stúlknaflokks. Bannið fékk Darri vegna háttsemi sinnar í viðureign KR og Njarðvíkur í stúlknaflokki. 

Mynd/ Hjalti Árna