1. deild kvenna

Öruggur sigur hjá KR

09.mar.2016  23:51 barakristins@gmail.com

Fjölnir 54 - 82 KR

 

KR sótti sigur í Dalhús í kvöld þar sem þær mættu heimakonum í Fjölni og tryggðu sér þar með tvö stig í baráttunni um 2. sæti í 1. deild kvenna. Gestirnir náðu yfirhöndinni strax í upphafi leiks og voru komnar með 10 stiga forskot eftir 5 mínútna leik. KR stóð af sér góðar atlögur Fjölnisstúlkna að forskotinu, bæði undir lok fyrsta og annars leikhluta, og sigruðu gestirnir að lokum örugglega, 54-82.  


Atkvæðamest í liði Fjölnis var Rósa Björk Pétursdóttir með 16 stig og 6 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir bætti við 11 stigum og tók 12 fráköst og Fanney Ragnarsdóttir skoraði 10 stig og tók 5 fráköst. Hjá gestunum í KR var Perla Jóhannsdóttir stigahæst með 28 stig og 12 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir skoraði 17 stig og tók 6 fráköst og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 16 stig og tók 7 fráköst.

KR situr nú í 2. sæti 1. deildar kvenna með 22 stig eftir 18 leiki en næst á eftir þeim kemur Njarðvík með 18 stig eftir 14 leiki. Það lið sem lendir í 2. sæti deildarinnar tryggir sér umspil um sæti í úrvalsdeild á næsta ári og mætir þar deildarmeisturunum í Skallagrími.

Fjölnir 54 – 82 KR (16-25, 10-8, 14-26, 14-23)

Fjölnir: Rósa Björk Pétursdóttir 16 stig/6 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 11 stig/12 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 10 stig/5 fráköst, Margrét Eiríksdóttir 5 stig, Erna María Sveinsdóttir 4 stig/6 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 2 stig/7 fráköst, Thelma Rut Sigurðardóttir 2 stig/7 fráköst, Kristín María Matthíasdóttir 2 stig/3 fráköst, Elísa Birgisdóttir 2 stig, Friðmey Rut Ingadóttir 0 stig.

KR: Perla Jóhannsdóttir 28 stig/12 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 17 stig/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 16 stig/7 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9 stig, Ástrós Lena Ægisdóttir 8 stig, Emilia Bjarkar-Jónsdóttir 2 stig, Rannveig Ólafsdóttir 2 stig/5 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 0 stig, Margrét Blöndal 0 stig, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 0 stig, Kristjana Pálsdóttir 0 stig.

Myndir (Bára)
 

Mynd: Perla Jóhannsdóttir spilaði vel fyrir KR í kvöld, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst.