Leikir dagsins: Keflavík og Grindavík á höttunum eftir rándýrum stigum

09.mar.2016  09:11 nonni@karfan.is
Tveir leikir fara fram í Domino´s-deild kvenna í kvöld en þá tekur Hamar á móti Grindavík og Stjarnan fær Keflavík í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. 

Örlög Hamars og Stjörnunnar eru þau að fara í sumarfrí að lokinni deildarkeppni, bæði lið halda sætum sínum í deildinni en Grindavík og Keflavík eru í harðri baráttu um laust sæti í úrslitakeppninni. Bæði hafa 18 stig en Keflavík er í 4. sæti og Grindavík í 5. sæti þar sem Keflvíkingar hafa betur innbyrðis. Hamar og Stjarnan eiga því von á látum í kvöld frá Suðurnesjaliðunum.

Þá er einn leikur í 1. deild kvenna og það er KR að spila annað kvöldið í röð þegar vesturbæingar heimsækja Fjölni í Dalhús kl. 19:30. 

Allir leikir dagsins
09-03-2016 19:15 Úrvalsdeild kvenna Hamar   Grindavík Hveragerði
09-03-2016 19:15 Úrvalsdeild kvenna Stjarnan   Keflavík Ásgarður
09-03-2016 19:30 1. deild kvenna Fjölnir   KR Dalhús


Staðan í Domino´s-deild kvenna
 
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Snæfell 18/3 36
2. Haukar 18/2 36
3. Valur 11/9 22
4. Keflavík 9/11 18
5. Grindavík 9/10 18
6. Stjarnan 3/17 6
7. Hamar 2/18 4

Mynd úr safni/ Skúli - Sandra Lind og Keflvíkingar mæta í Ásgarð í kvöld.