Myndband: Bonneau verður í búning gegn Grindavík

09.mar.2016  23:06 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Haukur Helgi snýr aftur úr meiðslum

Njarðvíkingar styrkjast á ný nú í lokaleik Dominosdeildarinnar þegar þeir halda til Grindavíkur þar sem að Haukur Helgi Pálsson kemur aftur inn í liði eftir að hafa verið fjarverandi síðustu leiki vegna meiðsla.  Vart þarf að fara yfir þann liðsstyrk sem Haukur kemur með sér inní liðið sem hefur tapað síðustu 3 leikjum sínum í deildinni.  Og langri bið allra mun svo einnig ljúka á morgun að einhverju leyti því Stefan Bonneau mun vera í leikmannahópi Njarðvíkinga í fyrsta skipti í vetur. 

 

Vera Stefan Bonneau hefur verið mörgum ráðgáta á meðan aðrir hafa verið nokkuð vissir að hann myndi spila með liðinu í úrslitakeppninni þrátt fyrir að aðeins fyrir 6 mánuðum sleit hann hásin. En Bonneau hefur samkvæmt heimildum verið duglegur í endurkomu sinni og bati hans verið ótrúlega góður.  Þrátt fyrir að kappinn verði í búning á morgun má hinsvegar ekki búast við því að hann spili neitt samkvæmt öruggum heimildum úr herbúðum UMFN.