Súpan að verða klár fyrir veisluna

08.mar.2016  09:56 nonni@karfan.is

Nú þegar aðeins ein umferð er eftir í Dominos deild karla þetta árið er enn hægt að hræra í súpunni, súpan er þó orðin betur soðin en á sunnudagsmorgunin og auðveldara að hræra. Hún er að verða klár fyrir veisluna sem framundan er.


KR er orðið deildarmeistari. 1. sæti.

Keflavík er með 30 stig og mætir Stjörnunni í lokaumferðinni. Sigri Keflavík verða þeir í öðru sæti en ef þeir tapa þá verða þeir í þriðja. 2. til 3. sæti.

Stjarnan er með 30 stig og mætir Keflavík í lokaumferðinn. Sigri Stjarnan verða þeir í öðru sæti en ef þeir tapa þá verða þeir í þriðja. 2. til 3. sæti.

Haukar eru með 28 stig og mæta Hetti í lokaumferðinni. Sama hvernig fer hjá þeim þá enda þeir í 4. sæti. 4. sæti.

Þór Þ. er með 26 stig og mætir Snæfell í lokaumferðinni. Sigri Þór eða að þeir tapa og Tindastóll tapar, þá enda þeir í 5. sæti en ef þeir tapa og Tindastóll vinnur þá endar Þór í 6. sæti. 5. til 6. sæti.

Tindastóll er með 26 stig og mætir FSu í lokaumferðinni. Sigri Tindastóll og Þór tapar þá endar Tindastóll í 5. sæti en ef Tindastóll tapar eða að bæði lið vinna þá endar Tindastóll í 6. sæti. 5. til 6. sæti.

Njarðvík er með 22 stig og mætir Grindavík í lokaumferðinni. Sama hvernig sá leikur fer þá endar Njarðvík í 7. sæti. 7. sæti.

Snæfell er með 16 stig og mætir Þór Þ. í lokaumferðinni. Ef Snæfell vinnur eða að þeir tapa og Grindavík tapar líka þá er Snæfell númer 8. Ef hins vegar Snæfell tapar og Grindavík vinnur þá er Snæfell númer 9. 8. til 9. sæti.

Grindavík er með 16 stig og mætir Njarðvík í lokaumferðinni. Ef Grindavík vinnur og Snæfell tapar þá er Grindavík í 8. sæti. Ef Grindavík tapar eða bæði lið vinna þá er Grindavík númer 9. 8. til 9. sæti.

ÍR er með 12 stig og endar í 10. sæti.

Ekkert hefur breyst frá því á sunnudag með Hött og FSu, Höttur þarf að vinna og FSu að tapa til að röðin breytist.

Tengt efni: Hrært í súpunni - hvað gerist næstu tvær umferðir.

Mynd/ Bára Dröfn