Jóhanna verður ekki með Haukum í kvöld

08.mar.2016  15:04 nonni@karfan.is

Haukar taka á móti Snæfell í toppslag Domino´s-deildar kvenna í kvöld. Landsliðskonan Jóhanna Björk Sveinsdóttir verður ekki með Haukum í leiknum í kvöld en hún mun enn vera gera upp hug sinn varðandi stöðu sína hjá Haukum. Ingvar Guðjónsson þjálfari Hauka staðfesti þetta við Karfan.is áðan.


Eins og áður hefur komið fram er Jóhanna unnusta þjálfarans Andra Þórs Kristinssonar sem kvaddi lið Hauka á dögunum eftir hrókeringar í þjálfarateymi liðsins. 

Mynd/ Axel Finnur - Jóhanna í leik með Haukum gegn Val á tímabilinu.