Chuck "pústaður" í gang

08.mar.2016  14:51 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Lungu Kaliforníumannsins þola ekki islenzka loftið

Chuck Garca miðherji Grindvíkinga mun að öllum líkindum taka þátt í leik þeirra Grindvíkinga gegn Njarðvík á fimmtudag í síðasta deildarleik liðanna. Chuck spilaði lítið gegn Tindastól í síðustu umferð og kvartaði hann undan því að ná ekki andanum. Nú hefur komið í ljós að lungu hans eru eitthvað að stríða honum. "Ég kann ekki læknamáið en þetta er eitthvað lungnavesen. Hann er komin með púst sem á að hjálpa honum og vonandi verður hann með á fimmtudag." sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga í samtali við Karfan.is

 

Hvort lungu Kaliforníumannsins séu ekki að þola íslenzka fjallaloftið skal ósagt en vonandi að þessi stæðilegi miðherji nái bata og klári í það minnsta deildarkeppnina en Grindvíkingar slást um síðasta sætið í úrslitakeppninni við Snæfell í loka umferðinni.