St Francis Brooklyn úr leik

03.mar.2016  08:21 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Leiddu með 10 stigum í hálfleik en töpuðu seinni hálfleik illa

St Francis Brooklyn hafa lokið keppni í körfuboltanum í ár en í gærkvöldi/nótt töpuðu þeir gegn liði Mount St Marys í 8 liða úrslitum NEC deildarinnar. Nokkuð óvænt úrslit þar sem að St Francis voru sæti ofar en St Marys eftir veturinn þó svo að ekki hafi mikið skilið á milli þeirra.  Allt leit þetta nokkuð vel út hjá St Francis í fyrri hálfleik þar sem þeir leiddu með 10 stigum og var það okkar maður Gunnar Ólafsson sem lokaði fyrri hálfleik með þrist úr horninu, líkt og hann gerði hér í Ljónagryfjunni um árið.  17 stig frá St Francis í seinni hálfleik dugðu þeim skammt. 

 

Mt St Mary´s nýttu sér það til fulls og sigruðu að lokum leikinn 60:51  Gunnar endaði leik með 3 stig á 34 mínútum og Dagur Kár sem fékk lítið að spreyta sig setti þó niður 4 stig.  Gunnar og Dagur hafa því lokið keppni í körfuboltanum í ár.