Molduxamót 2016

03.mar.2016  13:40 nonni@karfan.is

Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót laugardaginn 16. apríl í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu).
Að þessu sinni verður boðið uppá þrjá flokka eða:


40+
30+
Kvennaflokk

Allar upplýsingar og skráningar eru hjá Val Vals. í síma 861 9802 eða valurvalsson@gmail.com
Takið þessa helgi frá og mætum öll með góða skapið og keppnisandann í lagi.

Að venju verður kvöldvaka eftir mótið og eru allir sem hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa sem lið eða einstaklingar, hvattir til þess að gera gott kvöld enn betra. Getur það verið allt frá einum brandara upp í sögur, skemmtiatriði, söng, dans eða hvað sem ykkur dettur í hug.

Sjáumst sem flest hress þann 16 apríl nk.