Martin drjúgur í sigri LIU

03.mar.2016  08:15 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

LIU komnir áfram í NEC riðlinum

LIU Brooklyn tryggði sig áfram í 4 liða úrslit í NEC riðlinum í gærkvöldi/nótt með sigri gegn liði Sacred Heart.  Lokastaða 84:76 eftir að LIU hafði leitt í hálfleik með 14 stigum, 47:33.  Martin Hermannsson var að venju í byrjunarliði LIU og skoraði 13 stig og sendi 6 stoðsendingar í leiknum. Martin hefur  nú oft skotið betur en í þessum leik en sigurinn jú það sem máli skiptir. 

 

LIU mætir liði Wagner í 4 liða úrslitum en spilað er á Staten Island í New York. Sá leikur verður spilaður á laugardaginn nk.