Háskólaboltinn

Barry tryggði sig í 4 liða úrslit

03.mar.2016  08:10 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Elvar heldur áfram að mata félaga sína

Barry University tryggði sig í gærkvöldi í 4 liða úrslit í SSC riðlinum í D2.  Barry sigraði lið Florida Southern með 95 stigum gegn 79.  Elvar Már Friðriksson bakvörður úr Njarðvík spilaði vel líkt og venjulega og hélt uppteknum hætti í stoðsendingum.  Hann sendi 11 slíkar á félaga sína og bætti í það 7 stigum en eins og tölur leiksins gefa til kynna þurfti Elvar ekki mikið að skora, aðrir sáu um það. 

 

Á laugardaginn nk. spila Barry svo í 4 liða úrslitum gegn liði Saint Leo í Daytona Beach.