Domino's deild kvenna

Lykilmaður umferðarinnar: Karisma Chapman

02.mar.2016  12:12 hordur@karfan.is

Karfan.is hefur valið Lykilmann 19. umferðar Domino's deildar kvenna en það er Karisma Chapman, leikmaður Vals. Karisma spilaði nánast óaðfinnanlega í afar mikilvægum leik Vals og Keflavíkur sem skipti sköpum fyrir bæði lið upp á sæti í úrslitakeppninni. Hún skoraði 41 stig, tók 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þar að auki hitti hún úr 4/8 í þristum og stal 6 boltum. Framlagstuðull hennar í leiknum var 53 stig sem er með því hæsta sem sést hefur í vetur.