Keflavík stakk af í lokin

02.mar.2016  21:22 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Hamar enn á botninum en Keflavík komnar í 4. sætið

Allir leikmenn Keflavíkur komust á blað í kvöld þegar þær sigruðu botnlið Hamars nokkuð auðveldlega í dominosdeild kvenna. 96:57 varð loka staða kvöldsins og óhætt að segja þetta verðskuldaðan sigur Keflavíkur. 

 

Það tók Keflavík smá tíma að koma sér í gang og að mestu vantaði hreinlega uppá leikgleði hjá liðinu framan af leik. Þeir leiddu með 15 stigum í hálfleik en það var ekki fyrr en um miðbik annars leikhluta að þær loksins hrukku í gang. 10:2 kafli rétt fyrir hálfleik skilaði þeim þessari forystu. 

 

Keflavík hélt þessari forystu nokkuð stöðugri eða allt þangað til undir lok þriðja leikhluta þegar Keflavík voru komnar í 20 stiga forystu. Fjórði fjórðungur í raun formsatriði að klára hjá heimastúlkum því lítið benti til þess að Hamar ætlaði sér nokkuð í þessum leik. Keflavík einfaldlega of sterkar að þessu sinni. 

 

Monica Wright spilaði að þessu sinn 18 mínútur og var stigahæst þeirra Keflavíkur með 17 stig og næst henni voru þær Sandra Lind og Melissa Zorning með 14 stig. Sandra reif einnig 14 fráköst.  Hjá Hamar var Alexandra Ford allt í öllu en hún skoraði 28 stig og tók 6 fráköst en aðrir leikmenn langt frá sínu besta. 

 

Hamar vermir enn botninn í deildinni en Keflavík skaust upp í úrslitakeppnissæti með sigrinum á kostnað Grindavíkur sem töpuðu í kvöld gegn Val. 

 

Tölfræði leiksins