SoCon riðlinum lýkur annað kvöld

Kristó öflugur í naumu útivallartapi

26.feb.2016  12:20 nonni@karfan.is

Kristófer Acox gerði 16 stig, tók 5 fráköst, stal 2 boltum og varði eitt skot í nótt þegar Furman tapaði naumlega 80-75 gegn East Tennessee State í toppslag SoCon riðilsins í 1. deild háskólakörfunnar í Bandaríkjunum.


Með sigrinum í nótt náði ETSU að setja Furman niður fyrir sig og í 3. sæti riðilsins en Kristófer og félagar hafa ekki fundið neitt of góðan takt á útivelli þessa leiktíðina. Ólíku er saman að jafna þegar Furman leikur á heimavelli því liðið hefur unnið alla níu deildarleiki sína heima og virðast til alls líklegir í Greenville. 

Síðasti leikur Furman í SoCon deildarkeppninni er gegn Western Carolina skólanum annað kvöld en það gæti verið hættulegur leikur þar sem WC er í 5. sæti SoCon. Úrslit SoCon riðilsins fara svo fram dagana 4.-7. mars næstkomandi en þar eru Furman öruggir inn.

 

Staðan í SoCon riðlinum
 

SoCon Men's Basketball SoCon Overall
Team Record Pct Home Away Streak Record Pct Home Away Neutral Streak
Chattanooga 13-3 .813 7-1 6-2 L1 24-5 .828 12-1 9-4 3-0 L1
ETSU 13-4 .765 7-1 6-3 W4 20-10 .667 12-2 8-8 0-0 W4
Furman 11-6 .647 9-0 2-6 L2 17-13 .567 13-1 3-11 1-1 L2
Wofford 11-6 .647 8-1 3-5 L1 15-15 .500 11-2 4-13 0-0 L1
Western Carolina 9-8 .529 6-2 3-6 W3 14-16 .467 11-2 3-14 0-0 W3
UNCG 9-8 .529 6-2 3-6 W4 13-17 .433 10-4 3-13 0-0 W4
Mercer 8-9 .471 6-3 2-6 L6 18-12 .600 11-3 4-9 3-0 L6
Samford 4-13 .235 3-6 1-7 W1 13-17 .433 6-7 5-10 2-0 W1
VMI 3-13 .188 3-4 0-9 W1 8-19 .296 7-5 1-14 0-0 W1
The Citadel 3-14 .176 2-7 1-7 L8 10-20 .333 5-8 3-12 2-0 L8