Tölvuleikja framleiðendur í vanda vegna Curry

25.feb.2016  09:45 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Erfitt þriggjastigaskot beint úr drippli á ekki við Curry

"Svindlmaður" er eitthvað sem maður hefur margoft heyrt í útsendingum hjá Svala Björgvins og félögum. Þar er átt við að leikmaður sé að spila svo vel að hann sé líkt og leikmaður í tölvuleik sem hefur verið bólstraður með einhverjum svindl kóðum.  Stephen Curry leikmaður Golden State Warriors er um þessar stundir að spila svo vel að tölvuleikja framleiðendur eru í vanda. 

 

Mike Wang sem stýrir framleiðslu körfuboltaleiksins NBA 2K  segir að hönnuðir þurfi að breyta aðferðafræði sinni við hönnun leikja og leikmanna vegna Curry.  "Við erum alltaf að leita eftir leiðum til að þróa leikinn og gera hann eins nákvæman og hægt er.  Curry er hinsvegar að "brjóta reglurnar" sem við förum eftir og notum við hönnun leiksins í dag þegar kemur að stökkskoti.  Þetta eru vandræði þar sem að við erum að reyna að þjálfa leikendur okkar í því að sum skot virka en önnur ekki." sagði Wang í viðtali. 

 

"Að taka drippl beint úr skoti er erfitt í leiknum. Þetta er hinsvegar erfitt að láta virka hjá Curry því þetta gerir hann reglulega." sagði Wang