Þrennuvaktin: Suddaleg þrenna hjá Tobin Carberry

25.feb.2016  23:14 hordur@karfan.is

42 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar.

Tobin Carberry ætlar ekki að gefa Jóni Axel Guðmundssyni neitt eftir í þrennunum í vetur. Carberry átti stórleik í botnbaráttuslagi Hattar og ÍR á Egilsstöðum í kvöld - skoraði 42 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þar að auki tapaði hann aðeins einum bolta í öllum þessum látum. Mögnuð frammistaða hjá þessum magnaða leikmanni sem hefur heldur betur vaxið ásmegin á seinni hluta leiktíðar. Carberry er nú með þrjár þrennur í vetur - líkt og Jón Axel - tvær í Domino's deildinni og eina í bikarkeppninni. 

 

Bikarkeppni karla:
06/12/2015 - Tobin Carberry, Höttur - 39 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar - Tap
 
Bikarkeppni kvenna:
06/12/2015 - Haiden Denise Palmer, Snæfell - 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar - Sigur
 
Domino's deild karla:
16/10/2015 - Jón Axel Guðmundsson, Grindavík - 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar - Sigur
18/10/2015 - Jón Axel Guðmundsson, Grindavík - 24 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar - Sigur
05/02/2016 - Kári Jónsson, Haukar - 26 stig, 11 frákökst og 10 stoðsendingar - Sigur
07/02/2016 - Tobin Carberry, Höttur - 31 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar - Tap
18/02/2016 - Jón Axel Guðmundsson, Grindavík - 12 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar - Tap
25/02/2016 - Tobin Carberry, Höttur - 42 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar - Sigur
 
Domino's deild kvenna:
24/10/2015 - Helena Sverrisdóttir, Haukar - 17 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar - Sigur
28/10/2015 - Helena Sverrisdóttir, Haukar - 15 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar - Sigur
28/10/2015 - Chelsie Schweers, Stjarnan - 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar - Tap
04/11/2015 - Helena Sverrisdóttir, Haukar - 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar - Sigur
29/11/2015 - Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Grindavík - 22 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar - Sigur
 
1. deild karla:
13/11/2015 - Sigtryggur Arnar Björnsson, Skallagrímur - 17 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar - Sigur
20/11/2015 - Snjólfur Björnsson, Breiðablik - 15 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar - Sigur
15/01/2016 - Jean Rony Cadet, Skallagrímur - 25 stig, 19 fráköst og 11 stoðsendingar - -Sigur 
 
1. deild kvenna:
11/10/2015 - Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skallagrímur - 10 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar - Sigur
 
Þrennukóngar og -drottningar ársins:
Helena Sverrisdóttir, Haukar: 3
Tobin Carberry, Höttur: 3
Jón Axel Guðmundsson, Grindavík: 3
Snjólfur Björnsson, Breiðablik: 1
Haiden Denise Palmer, Snæfell: 1
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Grindavík: 1
Sigtryggur Arnar Björnsson, Skallagrímur: 1
Chelsie Scweers, Stjarnan: 1
Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skallagrímur: 1
Jean Rony Cadet, Skallagrímur: 1
Kári Jónsson, Haukar: 1