Helena með svakalegan leik

Úrslit: Stórkostleg frammistaða gegn Ungverjum!

24.feb.2016  21:24 nonni@karfan.is

Ísland var rétt í þessu að vinna sinn fyrsta leik í forkeppni EuroBasket 2017 er liðið skellti toppliði Ungverjalands í Laugardalshöll! Helena Sverrisdóttir var í skrímslaham er Ísland vann 87-77 en hún gerði 29 stig, tók 16 fráköst og gaf 8 stoðsendingar…einhver svakalegasta frammistaða sem sést hefur í Höllinni!


Ísland var við stýrið allan tímann og í kvöld gerðist það sem vantaði svo sárlega úti í Portúgal en það var að skotin myndu detta. Ívar Ásgrímsson þjálfari liðsins sagði við RÚV2 eftir leik að hann væri ótrúlega stoltur af liðinu og að varnarleikurinn hefði verið frábær. Helena Sverrisdóttir bætti því svo við að hún myndi ekki eftir svona geggjuðum sigri hjá landsliðinu og að ánægjulegt hefði verið að ná svona flottum leik í fullar 40 mínútur. 

 

Nánar verður fjallað um leikinn í máli og myndum síðar í kvöld…

 

Helstu tölur leiksins:Mynd/ Bára Dröfn